Fréttir

ELSA Youth meeting

ELSA Youth meeting eru sumarbúðir haldnar á nokkurra ára fresti fyrir stamara á aldrinum 18 -27 ára. Við hvetjum alla til að fara og upplifa þetta einstaka tækifæri.
Nánar

HEIMSRÁÐSTEFNA UM STAM 2013

Heimsráðstefna fyrir fólk sem stamar fer fram í Hollandi dagana 10-13.júní á næsta ári.
Nánar

Kostnaður vegna talþjálfunar

 Tryggingakerfið tekur ekki þátt í kostnaði fólks sem stamar vegna talþjálfunar. 
Nánar

Myndasafn

 Á DÖFINNI 


ELSA Youth Meeting, sumarbúðir fyrir ungt fólk sem stamar verða haldnar í Hollandi í júlí n.k. Nánari uppl. er að finna efst í *Fréttir* og *Tenglar* hér á síðunni.

Norræna Stamráðstefnan Nordisk verður haldin á Íslandi í ár, helgina 5.-7. september. Nánari uppl. er að finna undir *Tenglar* hér á síðunni.


Kaffihúsahittingarnir okkar eru haldnir á kaffihúsinu Babalú við Skólavörðustíg 22, frá 20:30-22:00. Þeir eru mánaðarlegir, haldnir fyrsta miðvikudag í mánuði og eru allir velkomnir!

 

STAMFEST var haldið 26. október í Hinu Húsinu. Opið hús frá kl. 13-16. Stamkennsla, myndir, stamkort, stambolir. Óli Palli útvarpsmaður ræddi um stam í lífi og starfi.

 

Nordisk, samnorræn stamráðstefna, var haldin í bænum Enköping í Svíþjóð að þessu sinni. Nordisk er haldið á hverju ári og skiptast Norðurlöndin á að halda ráðstefnuna. Nordisk verður haldið á Íslandi að þessu sinni og er undirbúningur í fullum gangi. 

 

Kosin var ný stjórn á aðalfundi 23. maí s.l. en hana skipa Ívon Stefán Cilia, Sveinn Snær Kristjánsson, Sigríður Fossberg Thorlacius, Árni Heimir Ingimundarson og Jón Pétur Sævarsson.

  Vissir þú að

Um 1% mannkyns stamar?
 
Að Málbjörg veitir þeim háskólanemum fjárstyrk sem fjalla um stam í lokaverkefnum sínum?
 
Að margt fólk sem stamar hefur orðið mjög fært í ræðulist?
 
Að fjölmargt frægt fólk stamar/-aði? Hér eru nokkur dæmi:
Marilyn Monroe
Georg VI Bretlandskonungur
Emily Blunt
Hugh Grant
Julia Roberts
Bruce Willis
Arnar Grant

Um okkur

Málbjörg, félag um stam, er stofnað af fólki sem stamar og er ætlað sem vettvangur til sjálfseflingar. Félagið vinnur einnig að vitundarvakningu samfélagsins um stam, stendur fyrir fræðslu, veitir upplýsingar um meðferðarúrræði og aðra ráðgjöf.

Hægt er að styrkja Málbjörgu með því að leggja inn á reikning okkar:
 
Kt: 620191-1589
Rnr: 0313-26-004963
 

Hefurðu spurningu?